Langadalsá í Ísafjarðardjúpi - Dagar 33 og 34
24.8.2011 | 23:35
Af fluguveiðiám að vera þá er Langadalsá einstaklega skemmtileg. Ólíkt systuránni Hvannadalsá, þá er enginn foss í Langadalsá, þær eru í raun eins og svart og hvítt. Langadalsá liðast niður Langadalinn í beygjum og fljótum, nokkrum flúðum og gili. Umhverfið í dalnum er mjög fallegt og húsið er alveg ágætt.
Hér má svo sjá einn af minni löxunum í ánni, 67 sm úr Hesteyrinni.
En svo við skoðum nú staðsetninguna á landinu, þá er hún um 300 km frá Reykjavík, eða um 50 km norðan við Hólmavík og er farið yfir Steingrímsfjarðarheiðina. Áin á sameiginlegan ós með Hvannadalsá.
Það var slatti af fiski í ánni og hollið fékk 5 fiska á kvöld- og morgunvakt sem er ágætt miðað við árstíma myndi ég halda.
Hægt er að nálgast upplýsingar um ánna, kort og fleira hér: http://www.agn.is/veidistadir1.asp?element_id=646&cat_id=1294
Það komu fiskar upp úr Hesteyrinni, Beygjunni, gilinu, Klapparhyl og Túnhyl en við misstum einnig tvo í Hesteyrinni.
Hérna er mynd tekin ofan í ánni í Holunni, ég missti mig aðeins í neðansjávamyndatökum :)
Hérna er svo vídeófærsla að sjálfsögðu :)
Athugasemdir
Sæll.
Frábær þessi video hjá þér.
Er búinn að veiða í Langadalsá yfir tíu ár,"frábær á"
Fer núna 15 sept.og hlakka mikið til.
Ein spurning:Þessi hola sem þið Vestfirðingar talið alltaf um,er þetta ekki bara hluti af Efrabólsfljóti.Það stendur á merki uppi við veg beint fyrir ofan holuna.Við höfum alltaf staðið í þeirri meiningu.Það sést líka vel á mynd sem Þorleifur Pálsson.(bæjarritari) sendi mér í vetur,og var að mig minnir á agni.is.
Kveðja.Benni
Benni Guðbjartss. (IP-tala skráð) 4.9.2011 kl. 20:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.