Ísdrottningin - Sjóbirtingsfluga
11.3.2011 | 17:57
Það var fyrir þremur árum að ég fyrst hnýtti Ísdrottninguna. Halli bróðir hafði þá verið að prufa sig áfram með Mylar silfurefni með það að markmiðið að herma eftir sílum. Þetta fannst mér fín hugmynd og fór strax að velta fyrir mér hvernig best væri að hnýta slíka flugu. Ég hafði hnýtt töluvert af Minnow týpum en notað í það hjartarhár og slíkt.
Ég prófaði þessa flugu fyrst í Tungufljóti í Skaftártungu að mig minnir http://www.svfr.is/Veidisvaedi/Silungsveidi/tungufljottungufljot/ og veiddi hún ágætlega þegar aðrar flugur voru ekki að virka fyrir mig. Ég notaði þá sökktaum en síðan hef ég einnig prófað að þyngja sjálfa fluguna með blývafningum. Það er gert áður en Mylar efnið er sett utan um og því afskaplega einfalt að bæta við. Slík fluga sekkur niður fljótt og vel í töluverðum straumi og getur verið ágætt að vera t.d. með 2-3 útgáfur, mismunandi að þyngd. Það getur verið erfitt að kasta þyngdri flugu, sérstaklega ef maður er líka með sökktaum og því betra að vera með öfluga stöng eða jafnvel tvíhendu.
Ég hef notað hana mikið í vor og haustveiði eftir það og alltaf gengið vel, hún átti sín móment í Kjósinni sl. vor einnig og tók bæði sjóbirting og lax, hún og Black Ghost SP.
Allt efni fyrir Ísdrottninguna er hægt að fá hjá www.mokveidi.is.
En hér er semsagt Ísdrottingin, öflug fluga sem einfalt er að hnýta:
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.