Veiðidagur fjölskyldunnar - Þingvellir og Reynisvatn - Dagur 25
5.7.2010 | 09:21
Jæja, þá er markmið sumarsins hálfnað, 25 dagar í veiði eru staðreynd.
Nú fórum ég og Sigrún ásamt Bubba, Gústa og Maríu á Þingvelli og enduðum í Reynisvatni þar sem almennt fiskleysi virtist staðreynd. Gústi og María voru bæði með nýjar stangir, Gústi valdi sér Batman stöng og María endaði í bleikri Barbie. Allir voða sáttir og mikið fjör.
Setti smá vídeó saman úr Reynisvatni, Bubbi setti í regnbogasilung og María var að missa sig yfir þessu öllu saman. Allt í allt komu 4 silungar á land í gær og dagurinn var alveg frábær.
Athugasemdir
Mikið var gaman að horfa á þetta myndband. Alveg frábært!
Rannveig Haraldsdóttir (IP-tala skráð) 5.7.2010 kl. 15:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.