Stóra vatn í Vatnadal

Þvílíkur snilldardagur. Fór upp í Stóra vatn í Vatnadal á Súganda að ísdorga. Vatnadalur liggur ofan við Staðardal þar sem Bær og Staður eru, rétt utan við Suðureyri. Fengum helling af smábleikju syðst í vatninu þar sem áin rennur í það, en náðum því miður ekki í gegn um ísinn nema þar. Enda var ísinn rúmlega 1,5 metra þykkur ef ekki meira fyrir miðju vatningu. Þarf lengri bor, meira að segja járnkallinn dugði ekki niður. Einnig mun ég ná mér í fiskisónar til að finna holurnar fyrir næstu ferð. En dagurinn alveg frábær og hér er myndbandið og nokkrar myndir.

vlcsnap-2014-04-13-16h58m58s225.pngvlcsnap-2014-04-13-16h58m18s99.pngvlcsnap-2014-04-13-16h56m44s162.pngvlcsnap-2014-04-13-16h56m23s210.png


Ekki beint fluguveiðivænt í Syðridalsvatni í dag

Skrapp í leit að vökum í Syðridalsvatni og fann eina. Við sáum nokkra bleikjur en þær skutust frá þegar við komum nær. Boraði nokkur göt og prófaði dorgið en það gerðist ekkert. Tók myndir frá sama sjónarhorni, dálítið skemmtilegt að sjá hversu fallegt er fyrir neðan ísinn.

vlcsnap-2014-04-07-09h35m27s146_1232615.png

vlcsnap-2014-04-07-09h37m42s193.png

vlcsnap-2014-04-06-19h12m42s107.png


Ísdorg í Syðridalsvatni

Góður dagur, fínt veður og allt glimrandi, fékk högg og sá fiska.  Er alveg við það að ná tökum á þessu ísdorgi, stórsigur rétt handan við hornið :)

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband