Í tilefni af nýju veiðiári...
22.1.2012 | 18:02
Veiðimenn...hlustið á þetta lag :)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Breiðdalsá - Dagar 34-37
7.12.2011 | 20:03
Og af varð, að ég fengi að prófa þessa frábæru laxaveiðiá, Breiðdalsá. Ég hef nokkrum sinnum keyrt framhjá henni og orðið hugsað til þess hvenær að því kæmi. það má með sanni segja að á hafi skipst skin og skúrir í ferðinni. En fyrst var rjómablíða og ekki gára en svo skall á fyrsta alvöru haustlægðin með rigningu og svo snjókomu.
Síðasta daginn var alveg snarbrjálað veður en dagurinn var aldeilis ekki tíðindalaus, því rétt um hádegi lá lax í Tinnudalsá og tveimur tímum síðar hreindýr á Öxi :) Ekki slæmt það. Reyndar vor 23 metrar og smá snjókoma á heiðinni þannig að skotið var ansi erfitt og örlítið aftarlega á dýrinu en það slapp og engin skemmd á skrokknum. Ágætt miðað við að vera með 200m + færi í hávaðaroki.
Áin gaf vel af sér og voru menn að moka upp laxi, sérstaklega ansi lunknir spánverjar sem notuðust við litla spúna en mínir menn drógu 2 væna í klakkystur.
Hér er smá myndband frá ferðinni, en eins og sést þá var veðrið að spila stóra rullu í þessari ferð.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Langadalsá í Ísafjarðardjúpi - Dagar 33 og 34
24.8.2011 | 23:35
Af fluguveiðiám að vera þá er Langadalsá einstaklega skemmtileg. Ólíkt systuránni Hvannadalsá, þá er enginn foss í Langadalsá, þær eru í raun eins og svart og hvítt. Langadalsá liðast niður Langadalinn í beygjum og fljótum, nokkrum flúðum og gili. Umhverfið í dalnum er mjög fallegt og húsið er alveg ágætt.
Hér má svo sjá einn af minni löxunum í ánni, 67 sm úr Hesteyrinni.
En svo við skoðum nú staðsetninguna á landinu, þá er hún um 300 km frá Reykjavík, eða um 50 km norðan við Hólmavík og er farið yfir Steingrímsfjarðarheiðina. Áin á sameiginlegan ós með Hvannadalsá.
Það var slatti af fiski í ánni og hollið fékk 5 fiska á kvöld- og morgunvakt sem er ágætt miðað við árstíma myndi ég halda.
Hægt er að nálgast upplýsingar um ánna, kort og fleira hér: http://www.agn.is/veidistadir1.asp?element_id=646&cat_id=1294
Það komu fiskar upp úr Hesteyrinni, Beygjunni, gilinu, Klapparhyl og Túnhyl en við misstum einnig tvo í Hesteyrinni.
Hérna er mynd tekin ofan í ánni í Holunni, ég missti mig aðeins í neðansjávamyndatökum :)
Hérna er svo vídeófærsla að sjálfsögðu :)
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)