Viðtal - Gunnar Már Hauksson - Langá á Mýrum

Tók viðtal við veiðifélaga minn, hann Gunnar Má Hauksson sem kynnti mig fyrir Langá á sínum tíma. Gunnar Már hefur veitt Langá til fjölda ára og þekkir því bæði sögu hennar og leyndardóma.


Langá á Mýrum - dagar 22 og 23

Langá á MýrumJibbí, alltaf gaman að veiða Langá á Mýrum. Veiddi kvöld- og morgunvakt og teljast það 22. og 23. veiðidagar sumarsins. Ég var svo heppinn að koma að ánni eftir rigningar og áin að jafna sig, þó hún hafi verið ansi hröð.

Kvöldvaktin var tíðindalaus þó lax hafi sést hér og þar en morgunvaktin var mjög góð. 3 tökur, 2 láku af á fjallinu fyrir neðan vaðið við #80 Hólmatagl og svo á #73 Hellisbreiðu, en 1 náðist í #60 Hólsbreiðu. Ég var að prufukeyra nýja stöng, Guideline Exceed #6. Hún reyndist frábærlega og ekki skemmdi Einarsson hjólið og ég nota með henni.

Tökustaðurinn á Hólsbreiðu Sá tók svarta Frances micrótúpu neðst á veiðistaðnum beint fyrir framan þennan stein sem sést á myndinni. Þeir sem láku af tóku Collie Dog #14 og Collie Dog túpu (Gunnsó) 1/2 tommu.

Eins og fram kom hér fyrir ofan var áin dálítið hröð og örlítið lituð þannig að legustaðirnir voru á öðrum stöðum en maður á að venjast. Í flestum tilfellum frekar neðarlega á veiðistöðunum og það þarf klárlega að taka það með í reikninginn að veiða sig vel niður staðina við slíkar aðstæður. En þetta voru frábærar vaktir við yndislega á í góðum félagsskap. Svæðið er í sölu hjá SVFR og má finna veiðileyfi hér: http://svfr.is/veidileyfi/ og lýsingu á svæðinu hér: http://svfr.is/?PageId=0938759e-06b3-458f-b695-e7635a393fc3

 

Gunnar Már HaukssonVeiðifélagi minn í þessari ferð var Gunnar Már Hauksson veiðimaður og þekkir hann ána vel. Ég tók stutt viðtal við Gunnar Má eftir morgunvaktina þar sem við vorum staddir í Hólaskjóli á Litla Fjalli og ég set það inn fljótlega.

Það má benda á að til er veiðileiðsögn um svæðið og hana má finna hér: http://langa.is/pdf/langa.pdf

Setti inn myndband að sjálfsögðu og hér er það:

 

Ekki gleyma að læka á Fésinu:

50 dagar á Fésinu


Flóðatangi - Dagar 15 og 16

img_3992.jpgFlóðatangi er veiðisvæðið neðst í Norðurá við vatnamót Norðurár og Hvítar. Það spannar um 11 veiðistaði og helsta veiði þar er bleikja og urriði (sjóbirtingur). Einnig læðist stöku lax með enda fer allur norðurárlaxinn þarna um.

Húsið er gamalt en ágætt, þar er gott grill og fín verönd með frábæru útsýni og meira að segja gervihnattamóttakari og hvaðeina. Svæðið er í sölu hjá SVFR og má finna veiðileyfi hér: http://svfr.is/veidileyfi/ og lýsingu á svæðinu hér: http://svfr.is/veidisvaedi/silungsveidi/flodatangnordura/

 

img_3974.jpgÞað gekk ekki vel hjá mér í Flóðatanga. Ég var alls ekki að ná þessu svæði, einnig var enginn fiskur skráður í veiðibókina þannig að það hjálpaði ekki til. Mér segir svo hugur að þetta svæði sé í einhverri lægð sem er miður, því þarna er allt til alls og aðstæður hinar bestu. Þá má líka vel vera að þekkingarleysi mitt á staðháttum valdi enda prófaði ég ekki marga veiðistaði. Veðrið var hið besta fyrir sóldýrkendur en í verra lagi fyrir veiðina.

Ég prófaði straumflugur og púpur en allt komið fyrir ekki, gengur vonandi betur næst.

 Hér er svo vídeó að sjálfsögðu.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband