Flóðatangi - Dagar 15 og 16

img_3992.jpgFlóðatangi er veiðisvæðið neðst í Norðurá við vatnamót Norðurár og Hvítar. Það spannar um 11 veiðistaði og helsta veiði þar er bleikja og urriði (sjóbirtingur). Einnig læðist stöku lax með enda fer allur norðurárlaxinn þarna um.

Húsið er gamalt en ágætt, þar er gott grill og fín verönd með frábæru útsýni og meira að segja gervihnattamóttakari og hvaðeina. Svæðið er í sölu hjá SVFR og má finna veiðileyfi hér: http://svfr.is/veidileyfi/ og lýsingu á svæðinu hér: http://svfr.is/veidisvaedi/silungsveidi/flodatangnordura/

 

img_3974.jpgÞað gekk ekki vel hjá mér í Flóðatanga. Ég var alls ekki að ná þessu svæði, einnig var enginn fiskur skráður í veiðibókina þannig að það hjálpaði ekki til. Mér segir svo hugur að þetta svæði sé í einhverri lægð sem er miður, því þarna er allt til alls og aðstæður hinar bestu. Þá má líka vel vera að þekkingarleysi mitt á staðháttum valdi enda prófaði ég ekki marga veiðistaði. Veðrið var hið besta fyrir sóldýrkendur en í verra lagi fyrir veiðina.

Ég prófaði straumflugur og púpur en allt komið fyrir ekki, gengur vonandi betur næst.

 Hér er svo vídeó að sjálfsögðu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband