Stangveiðar á Íslandi og Íslensk Vatnabók - 5/5 stjörnur
31.12.2013 | 13:30
Bókmenntaverkið Stangveiðar á Íslandi og Íslensk Vatnabók eftir Sölva Björn Sigurðsson er vel unnið og afskaplega skemmtilegt. Ég hreinlega verð að viðurkenna það. Án þess að vilja taka of sterkt til orða held ég jafnvel að þetta sé bara hreinlega alger snilld.
Bækurnar tvær koma saman í pakka og fjalla í raun um allt er tengist fiskiveiði í ferskvatni á Íslandi, fyrr og síðar. Gaman er að lesa um þróun veiðiaðferða, veiðimennina og veiðistaðina og rithöfundurinn fer skemmtilega með efnið. Það er auðvelt að lesa skrif Sölva og hugleiðingar hans tvinnast saman við efnisvalið.
Margir leggja verkinu lið og er það ekki síst áhugavert að lesa hugleiðingar veiðimanna, það víkkar verkið töluvert og mun sjálfsagt virka sem skemmtileg heimild þegar fram líður.
Mikið svakalega erum við íslenskir veiðimenn heppnir að hafa svona viljuga penna með náðargáfu.
5 stjörnur af 5 mögulegum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laxá í Dölum 2013
22.8.2013 | 19:35
Laxá í Dölum kom mér skemmtilega á óvart. Var þar 18.-19. ágúst í góðu yfirlæti og skemmtilegum félagsskap. Frábærar vaktir í ágætu veðri. 3 laxar og 3 misstir, mikið líf og allt á Sun Ray Shahow gárutúpu.
Svartfoss, Hornsteinn, Þegjandi og Efri kista full af fiski auki Dönufljóts sem hreinlega var pökkuð. Veiðihúsið er mjög gott og Valli Chef kann sig fag.
Hitti formann veiðifélags Laxdæla, Jón Egilsson og settumst við niður í stutt spjall. Náði einnig skemmtilegum myndum af tilraun til töku, töku og svo löndun á laxi í Svartfossi.
Hlakka til að heimsækja þennan fallega dal aftur síðar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardalsá í Ísafjarðardjúpi 2013
22.8.2013 | 08:10
Laugardalsá í Ísafjarðardjúpi er um 330 km frá Reykjavík, rétt sunnan við bæinn Ögur. Helstu veiðisvæði eru neðan við Laugardalsvatn og ná niður að Grímhólshyl. Einnig eru fleiri veiðisvæði neðar í ánni og alveg niður í ós og eru þau að gefa ágætlega þegar fiskur er í göngu.
Ég hélt mig við veiðisvæðin frá Grímhólshyl #8 og upp í Affallið sem er #18. Blámýrarfljótið er #12 og telst væntanlega helsti veiðistaðurinn enda skemmtilegur staður og nægt pláss fyrir laxinn að koma sér fyrir í rennunum þar. Fiskurinn getur legið alveg hægra megin en einnig beint út af grjótinu fyrir miðjum hyl og vinstra megin. Ég tók fisk örstutt frá landi á Sun Ray Shadow fyrir miðjum hyljum.
Affallið er einnig dálítið sérstakur veiðistaður en þar er best að veiða snemma eða seint á vakt. Laxinn kemur niður í Affallið úr vatninu á kvöldin þegar áin kólnar og er yfir nóttina en fer svo í vatnið yfir daginn. Hann liggur í torfrum veiðihúsmegin rétt við bakkan nokkra metra fyrir neðan skiltið sem merkir veiðistaðinn.Ég myndi giska á svona 20 til 30 metra og er grjót rétt ofan við legustaðinn sem erfitt er að klifra yfir.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)