Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2014

Veiðisumarið 2013

Stutt yfirlit yfir veiðisumarið 2013.

Með kærri þökk fyrir samstarfið:

SVFR

Lax-á

Veiða.is

Veiðiflugur

Veiðikortið

Tónlist: "Ísland", e. Gústaf Gústafsson eldri.


Peacock Grubber #12

Fyrsta flugan sem ég hnýti á þessu ári er jafnframt sú sem ég nota einna mest. Peacock Grubber útgáfa með kúluhaus #12. Hnýtt á Kamazan B110 öngla. Orange Glo-brite fluor tvinni og tvær peacock fjarðrir snúnar. Einföld fluga en alveg svakalega veiðin, sérstaklega fyrir silung.


Fluguveiðiráð

FluguveiðiráðBókin Fluguveiðiráð eftir Stefán Jón Hafstein er glimrandi innsýn í fluguveiði. Hún virkar á mig sem heildrænn inngangur í þetta skemmtilega áhugamál. Í verkinu er farið yfir veiðitaktík við helstu aðstæður- og fersksvatnsfiska á Íslandi, ásamt ráðleggingum um fluguval, taumalengd og ýmislegt fleira. Lesturinn er léttur og þægilegur og fyrirsagnir skemmtilegar og vekja forvitni.

Ljósmyndirnar eftir Lárus Karl Ingason eru stór hluti af bókinni og ljóst að hann kann sitt fag, en ég saknaði myndatexta eða myndayfirlits t.d. með heiti veiðisvæða. 

Ég myndi hiklaust mæla með þessari bók, sérstaklega fyrir þá sem eru að byrja í þessu sporti. Bókin væri skynsamlegur hluti af fyrsta fluguveiðisettinu. Heima hjá mér er einnig mikið af börnum og unglingum og hafa allir aldurshópar sýnt verkinu áhuga þannig að það er ljóst í mínum huga að hún virkar á breiðan hóp.

Hér má nálgast bókina á vef Eymundsson!

Hér má sjá Youtube kynningu á bókinni:


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband