Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2013

Víkin er fallegt, það er óumdeilanlegt :)

Tók Munann í smá spinn við ós Ósarinnar í Bolungarvík. Náði ágætis myndum upp eftir Syðridal og af vatninu.

Muninn við ósa Ósár

Það er gríðarlegur kraftur í Munanum, ég var kominn í töluverða hæð á nokkrum sekúndum. Brimið í Víkinni sást mjög vel og virkilega gaman að fljúga þarna, á eftir að heimsækja þennan stað aftur og kannski kíkja á hana Þuríði Sundafylli :)

Syðridalur

 


Muninn að verða þokkalegur, það verður gaman í sumar!

Muninn er loksins orðinn nokkuð góður og flughæfnin ásættanleg. Það myndaðist töluverður titringur sem kom til af örlitlum villum í flugkortinu varðandi hreyfla 6 og 7 og síðan einangraði ég myndavélahölduna með foam. Það á eftir að balansera hreyflana og skipta um mótor 4 sem skemmdist örlítið við prufanir fyrir nokkru.

Nýjasta myndbandið sýnir ágætlega hversu lipur Muninn er og næstur tveir mánuðir munu fara í flugæfingar og fínstillingu á KK2.0 flugkortinu. 


FPV flug í dag og allt gekk að óskum

Náði hreinu FPV, eða "first person view" flugi í dag. Það gekk mjög vel en var líka mjög skrítið. Að er dálítið fyndið að horfa á sjálfan sig í gegnum "augu" Munans. Það er erfitt að treysta vídeógleraugunum, maður ósjálfrátt reynir að horfa og hlusta "framhjá" en þetta kemur allt. Málið er að treysta því sem maður sér og þá gengur þetta fínt. FPV flugið var mjög líkt því að fljúga í flughermi. Ég bíð spenntur eftir góðu veðri til að geta tekið almennilegar myndir á græjunni.


X930 Octocopterinn Muninn í tilraunaflugi #5

Pre-flight testHefur gengið nokkuð vel í undanförnum tilraunaflugum. Smávægileg stillingaratriði eftir og svo þarf ég að balansera hreyflana til að ná sem mestum vibringi burt. Flug dagsins

 

En allt í allt nokkuð ánægður með græjuna. Næstu flug fara í að æfa FPV flughæfnina og þá fer maður vonandi að ná skemmtilegum loftmyndum. Æfingasvæðið verður í kringum Syðridalsvatn og árnar þar fyrir ofan um leið og veður leyfir. Hér er smá myndband:


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband