Stóra vatn í Vatnadal
15.4.2014 | 19:41
Þvílíkur snilldardagur. Fór upp í Stóra vatn í Vatnadal á Súganda að ísdorga. Vatnadalur liggur ofan við Staðardal þar sem Bær og Staður eru, rétt utan við Suðureyri. Fengum helling af smábleikju syðst í vatninu þar sem áin rennur í það, en náðum því miður ekki í gegn um ísinn nema þar. Enda var ísinn rúmlega 1,5 metra þykkur ef ekki meira fyrir miðju vatningu. Þarf lengri bor, meira að segja járnkallinn dugði ekki niður. Einnig mun ég ná mér í fiskisónar til að finna holurnar fyrir næstu ferð. En dagurinn alveg frábær og hér er myndbandið og nokkrar myndir.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.