Muninn að verða þokkalegur, það verður gaman í sumar!
24.1.2013 | 08:16
Muninn er loksins orðinn nokkuð góður og flughæfnin ásættanleg. Það myndaðist töluverður titringur sem kom til af örlitlum villum í flugkortinu varðandi hreyfla 6 og 7 og síðan einangraði ég myndavélahölduna með foam. Það á eftir að balansera hreyflana og skipta um mótor 4 sem skemmdist örlítið við prufanir fyrir nokkru.
Nýjasta myndbandið sýnir ágætlega hversu lipur Muninn er og næstur tveir mánuðir munu fara í flugæfingar og fínstillingu á KK2.0 flugkortinu.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.