Móralskur stuðningur!
15.11.2012 | 12:30
Því er ekki að neita að veiðifélagar skipta máli og því má benda á nokkur atriði sem maður ætti ekki að segja við félagann:
- Ég myndi ekki reyna þessa flugu, en endilega prófaðu!
- Rosalega er afslappandi að vera hérna, en ertu ekki stressaður út af fundinum á morgun?
- (fiskur nýbúinn að taka) Vá þetta er stærsti fiskur sem ég hef séð!
- (félaginn nýbúinn að missa fisk) Vá þetta var stærsti fiskur sem ég hef séð!
- Hnúturinn hjá þér er eitthvað skrýtinn, en ekki hafa áhyggjur af því!
- Langar þig í helminginn af þessum banana?
Já við höfum sjálfsagt séð og heyrt ýmislegt í veiðinni, endilega setjið athugasemdir með fyndnum atriðum frá ykkur :)
Þýtt og staðfært af Deneki.com.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.