Syðri-Brú, Dagur 35

Heimsótti einn uppáhalds veiðistaðinn minn, Syðri-Brú í Soginu. Þetta er í raun bara einn veiðistaður, Klöppin sem liggur austan megin við útfallið af Ljósafossvirkjun. Beint á móti er hluti af Bíldsfelli, þeim fræga bleikjuveiðistað en þar fæst einnig mikið af laxi á hverju ári.

Ég hef einhverra hluta vegna aldrei veitt lax á fyrri vaktinni þarna og þannig var það líka í gær en ég missti fimm fiska, reyndar var það að hluta til klaufaskapur í mér, fyrst var ég með fjarkann og tökuvara að reyna við bleikju sem ég hafði séð koma upp öðru hvoru og síðan var ég með fimm punda taum til að athuga hvort það gengi betur, þ.e. hvort sverari taumur styggi laxinn. Ég fékk reyndar töku í fyrsta kasti með þeim taum...en það getur auðvitað verið tilviljun. En sá lax slapp í löndun, það slitnaði úr flugunni þegar hann var kominn hálfur upp á land. Það var ansi svekkjandi.


Það hefði nú kannski borgað sig að taka hann í háfinn þennan :)

Síðan kom auðvitað laxinn sem hélst á og Bubbi tók hann fagmannlega í silungaháfinn og skóflaði honum á land, en það sést á youtube myndbandinu hér fyrir neðan :)


Spurning um að fá sér stærri háf?

Það er alltaf fiskur í Syðri-Brú en það er erfitt að ná honum. En ég hef ekki farið fisklaus heim enn...sjö, níu, þrettán :)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband