Húseyjarkvísl - Dagur 15

Mánudagurinn 7.júní, byrjuðum að veiða í Húseyjarkvísl, skruppum í tvo tíma á veiðistað nr. 10, falleg beygja í ánni með góðu skjóli frá hól norðan megin við, þar eru sumarbústaðir og trjárækt. Mjög fallegur veiðistaður og gjöfull. 

Ég setti undir þurrflugu nr. 16, einfalda með grissly fjöður og peacock vafningi og sú virkaði. Á tveimur tímum fékk ég tvo urriða yfir 50cm og nokkra minni. Allt flottar yfirborðstökur í ágætu veðri, ekki slæmt.

cimg0822.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

54cm urriði úr veiðistað nr. 10 í Húseyjarkvísl í Skagafirði.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Flottur staður. Hlýtur að vera gaman að reyna við fiskinn þarna. Ánægður með að engin tónlist var undir myndbandinu, enda heyrðist allt sem þú sagðir.

Gaman fylgjast með þér kútur!

Kveðja,

Gamli

Gústaf Gústafsson (IP-tala skráð) 9.6.2010 kl. 14:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband