Skagaheiðin - Dagur 13 í veiði!
7.6.2010 | 14:59
Skrapp með Danna á Skagaheiðina í leiðinni í Húseyjarkvísl í Skagafirði. Fórum upp hjá Ketu, svakalegur vegur, tók 45mín að keyra 5,5km. Stoppuðm við Selvatn og gerðum ágæta veiði undir nóttina í þvílíkri þoku. Sváfum í bílnum þar sem við fundum ekki stað til að tjaldi en það var alveg ágætt.
Um morguninn héldum við svo áfram í Selvatni og lentum í algerlega fáránlegri veiði, vatnið kraumaði af bleikju, fengum örugglega vel yfir 70 bleikjur og 3 fallega urriða, hirtum það stærsta, mjög flottir fiskar.
Veiddum til að verða þrjú um daginn og brunuðum svo að Hrauni í Slétturhlíð þar sem Danni var í sveit.
Meira um það á næsta degi 14.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.