Opnun Hítarvatns 29.maí - Dagur 12 í veiði

Fór með unglingana í opnun Hítarvatns á Mýrum í Borgarfirði. Hilmar, Bubbi og Soffía höfðu gaman að (segja þau) og við tjölduðum uppfrá í blíðskaparveðri. Hilmar hafði reyndar mestan áhuga á að fá að keyra jeppann, enda í ökunámi og var það að lokum samþykkt og fékk hann að keyra niður að afleggjara á leiðinni heim.

Það var mjög rólegt yfir fiskinum í þessari opnun, veiddi einn um nóttina, ágætan 2ja punda urriða en svo ekkert nema putta daginn eftir. Sleppti öllum nema einum sem skaddaðist aðeins of mikið.

Það er rosalega fallegt í Hítardalnum á leiðinni upp að vatni og umhverfið er ægifagur og stórbrotið. Mikið hraun í dalnum og líklega sandsteinn í fjöllunum. Það er dálítill Mars bragur af þessu þarna, eyðimörk, sandur og hraun og litirnir skemmtilegir. Það væri örugglega gaman að mála landslagsmynd þarna uppfrá.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband