X930 Octocopter - Fyrsta flugið - "Muninn"

Undanfarnir mánuðir hafa farið í að byggja fjölhreyfla myndavélapalla fyrir myndbönd sumarsins, fyrst var það Quadcopter(4 hreyfla) sem fékk nafnið Huginn og svo Octocopter (8 hreyfla) sem auðvitað fékk nafnið Muninn.

BolungarvíkHuginn fór í sína fyrstu flugferð fyrir 4 dögum síðan en það náðist ekki á myndband, því miður og við misstum 2 hreyfla þannig að nú er beðið eftir varahlutum frá Kína. En í millitíðinni lauk smíði Munins og er þetta fyrsta flugið hans.

Markmiðið með smíði þessara fjölhreyfla myndavélapalla er að ná góðum yfirlitsmyndum af veiðisvæðunum sem og að ná sjónarhornum sem annars væri nánast ómögulegt. seinni part vetrar fer því í flugæfingar og að stilla græjunar af til að gera þær sem stöðugastar og halda titringi í lágmarki. 

Við smíði Munins notaðist ég við álarma og carbon í búkinn. Það eru 8*30amp ESC og 8*3635 NMT Prop Drive Series mótorar sem hver um sig hefur 1,5kg lyftigetu. Að auki til að hjálpa til vil stjórnun er í græjunni HK KK2.0 Flight Contol Board og er það stillt á Octocopter-X. 

Við smíði Munins

Í tilraunafluginu var ég með 1*LiPo 3S 3300MaH batterí sem skiluðu um 7 mínútum en ég geri ráð fyrir að nota 2*4S 5000MaH í framtíðinni auk þess að vera með 1*LiPo 2S 1000Mah batterí fyrir myndavél og FatShark 250Mhz vídeósendi. 

En hérna er myndbandið :)


Móralskur stuðningur!

 

móralskur stuðningurÞví er ekki að neita að veiðifélagar skipta máli og því má benda á nokkur atriði sem maður ætti ekki að segja við félagann:

  • Ég myndi ekki reyna þessa flugu, en endilega prófaðu!
  • Rosalega er afslappandi að vera hérna, en ertu ekki stressaður út af fundinum á morgun?
  • (fiskur nýbúinn að taka) Vá þetta er stærsti fiskur sem ég hef séð!
  • (félaginn nýbúinn að missa fisk) Vá þetta var stærsti fiskur sem ég hef séð!
  • Hnúturinn hjá þér er eitthvað skrýtinn, en ekki hafa áhyggjur af því!
  • Langar þig í helminginn af þessum banana?

Já við höfum sjálfsagt séð og heyrt ýmislegt í veiðinni, endilega setjið athugasemdir með fyndnum atriðum frá ykkur :)

Þýtt og staðfært af Deneki.com.


Veiðiþjófar takið eftir!

no_fishing3.jpgVeiðiþjófur sem dæmdur var 2007 fyrir að veiða urriða utan tímabils komst fyrir vikið á lista grunaðra hryðjuverkamanna í Norður-Karólínu í Bandaríkjunum. Þetta eru að margra mati heldur öfgafengin viðbrögð en sýnir að það er margt að varast ef maður getur ekki farið erftir reglunum. Hann fékk einnig 145$ sekt. Sjá: http://www.sfgate.com/news/article/North-Carolina-man-I-m-activist-not-terrorist-3839879.php#ixzz25kDqxJD4

Listinn er reyndar dálítið stór en alls eru um 400.000 nöfn á honum. Það má því segja að meira en einn af hverjum þúsund séu grunaðir hryðjuverkamenn. Það er því ljóst að fleiri en veiðiþjófar hafa komist á þann lista... Wink


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband