Múlatorfa - Laxá í Aðaldal

Skrapp morgunstund í Múlatorfu í Laxá í Aðaldal með nafna mínum tíu ára. Var að vona að urriðinn væri komin í yfirborðsæti en það var enn of snemmt. Fengum þó fallega fiska og misstum eitthvað.

Hægt að nálgast veilileyfi fyrir Múlatorfu á vefsala.svfr.is. Einnig má finna upplýsingar um svæðið hér: Kort

 
Við áttum góða stund við ána og það má segja að veiða/sleppa hafi verið þemað í ferðinni. Það gekk vonum framar að ræða þau mál og eftir að hann sleppti fallegum urriða sagði hann, þetta er allt í lagi pabbi, ég elska dýr líka...
 
Ánægðir eftir góðan dag við ána

Laxárdalurinn

Þar sem maður er nú kominn með Laxánna í túnfótinn var ekki úr vegi að skreppa upp í Laxárdal og kíkja á stemninguna. Hitti þar fyrir skemmtilega veiðimenn sem voru í sögugírnum eins og oft vill verða. Í þetta skiptið tók ég bara nokkrar myndir og þáði kaffi.Laxá í Laxárdal

Skelli inn nokkrum myndum af mönnum og skepnum til gamans.

Veiðihúsið

Á neðra svæðinu í Laxá í Laxárdal

Geitur á vappi


Hlíðarvatn í Selvogi 2014

Þetta ágætisvatn er alger perla. Hef ekki farið þangað án þess að vera mjög ánægður. Átti magnaða kvöldstund þar 1. ágúst, setti í boltableikjur, þar af eina 57 sm og aðra 54 sm. Misstir nokkrar og náði fleirum, þó þær væru heldur smærri. 

Hlíðarvatn í Selvogi er stutt frá Reykjavík og má fara nokkrar leiðir að því. Ég hef undanfarið keyrt sem leið liggur Þrengslin til Þorlákshafnar og þaðan í vatnið og kem ég þá að því austan megin. 

Reykjanesskagi

57 sm bleikja úr Botnavík

Var í húsi SVH, sem er ágætt. Veiðileyfið kostaði 7.000 krónur fyrir daginn, en það er eitthvað ódýrara virka daga og nóg laust. Hægt er að fá veiðileyfi hjá nokkrum stangaveiðifélögum, t.d. Ármönnum, Árblik og SVH.

Veiðileyfi má nálgast á veida.is og leyfi.is

Það var fiskur um allt að hreyfa sig en virtist þó misjafnlega viljugur að taka. Besti staðurinn að þessu sinni var Botnavíkin og hún hefur oft verið gjöful.

Ég prófaði nú ekki mikið að þessu sinni enda hef ég því miður stoppað frekar stutt í þessu vatni undanfarin ár og þarf að gera bragarbót á því.

Hjalltanginn gaf ekkert að þessu sinni þó ég sæi fiska þar.

Ég notaði dropper, oftast Peacock og svo Dagbjörtu #16 að ég held frá Jóni Sig á Bíldudal. Sú stærsta tók einmitt Dagbjörtu og þá var ég með hana aftast á taumnum en dropperinn fyrir miðju.

Ég notaði mest 4p taum, amk. 9 fet og auðvitað tökuvara. Hægt er að sjá hvernig maður gerir sína eigin tökuvara mjög ódýrt í færslu frá mér fyrr á þessu ári. Ég nota í dag eingöngu mína eigin tökuvara.

Botnavík

En allt í allt frábær ferð og sérstaklega þakka ég veiðiverðinum og veiðikonunni Maríu Petrínu fyrir góð kynni og leiðsögn :)

María Petrína Ingólfsdóttir

WP_000365WP_000363

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband