Ósá og Syðridalsvatn - dagar 6 og 7

Tók einn dag í Ósánni sem liggur frá Syðridalsvatni og niður í sjó á Bolungarvík. Fór einnig í hana í fyrra en þó seinna og náði nokkrum ágætum sjóbleikjum en í þetta skiptið var ég helst til snemma á ferðinni. Það kom ein bleikja á og var hún heldur lítil. Sjá færslu frá í fyrra hér: http://gustig.blog.is/blog/gustig/entry/1184596/

Fór einnig tvisvar í Syðridalsvatn en stoppaði heldur stutt vil í hvort skipti og set það því saman sem einn dag. Í stuttu máli þá var ekkert í gangi þar heldur og ætla ég því að bíða aðeins með nánari veiðilýsingu þar til eitthvað veiðist. Það vatn er heldur að stríða mér því ég hef reynt nokkrum sinnum við það með ansi slökum árangri. Meira að segja ísdorgið var ekki að gera sig.

En batnandi mönnum er best að lifa og ég reyni betur þegar líða tekur á og sjóbleikjan farin að ganga af meiri krafti.

Ósá

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband