Sléttuhlíðarvatn - og lækur - Dagur 14 í veiði

Fórum af Skagaheiðinni yfir að Hrauni við Sléttuhlíð. Sléttuhlíðarvatn er í veiðikortinu, en Danni var þarna í sveit frá 6 ára aldri og var síðast vinnumaður á 17. ári.

Fórum út á báti en fengum bara litla fiska og prófuðum því lækinn sem rennur úr vatninu. Danni á góðar minningar úr læknum því þarna byrjaði hann að veiða sem mjög ungur maður, þá var það maðkurinn sem átti vinninginn :)

Fékk einn fínan urriða í læknum og svo fórum við yfir í Húseyjarkvísl og tókum við veiðikofanum, sáum fiska undir brúnni við þjóðveg 1 .) Þetta byrjar vel.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband